top of page

Um okkur

Við erum hér fyrir ykkur 

Við erum Helga Reynisdóttir og Hildur Sólveig Ragnarsdóttir, erum báðar ljósmæður og störfum á Fæðingarvaktinni á Landspítalanum. Saman höfum við áratuga reynslu og höfum brennandi áhuga á meðgöngu, fæðingu, brjóstagjöf og lýðheilsu fjölskyldna á þessum tímamótum. Helga hefur verið með fæðingarfræðslunámskeið á netinu og heldur úti instagram síðu  sem hefur verið vinsæl. Hún er einnig brjóstagjafaráðgjafi (IBCLC). Hildur hefur einnig verið með fæðingarfræðslunámskeið, sinnir heimaþjónustu og er í námi í stjórnun á Bifröst. Okkur finnst svo mikilvægt að fólk fái þá bestu umönnun sem völ er á á þessum tímamótum. Því ætlum við að bjóða foreldrum upp á stuðning í formi fræðslu sem byggð er á nýjustu þekkingu hverju sinni. Einnig erum við mjög spenntar yfir því að geta sýnt fólki barnið sitt með einu nýjasta og flottasta sónartæki sem til er á markaðnum. Tækið hefur innbyggða svokallað Smartface tækni sem gerir myndina enn skýrari. Önnur þjónusta sem við bjóðum upp á er úrvinnsla fæðingar, nálastungur og einstaklingsviðtöl sé þess óskað. Síðan verðum við með bumbuhitttinga og foreldramorgna sem verða sennilegast kærkomnir fyrir foreldra í fæðingarorlofi.

Image by Gigin Krishnan

Þetta eru við!

bottom of page