Fæðingarfræðsla
Ég er ljósmóðir á Fæðingarvakt Landspítalans og þriggja barna móðir. Ég er einnig brjóstagjafaráðgjafi IBCLC.
Ég hef brennandi áhuga á starfinu mínu og held úti instragramreikningnum Fæðingafræðsla Helgu Reynis.
Ég og starfsmenn Ljósu sem eru starfandi fæðingarljósmæður fræðum fjölskyldur á íslensku og ensku heima í stofu og á staðnum hjá Ljósu.
Námskeiðin eru ítarleg 3-3,5 klst löng og farið er yfir allt sem þú þarft að vita fyrir þetta magnaða tímabil í lífinu.
Á námskeiðinu fræðum við verðandi foreldra og stuðningsaðila um slysavarnir barna, parasambandið, hvernig er hægt að hlúa að því, líffræði kvenlíkamans, ferðalag barnsins niður fæðingarvegin, hlutverk stuðningsaðila í fæðingu, fæðinguna, stig hennar og bjargráð í fæðingu með og án verkjalyfja. Farið er yfir frávik í fæðingu, framhöfuðstöðu og sitjandafæðingar, keisara- og áhaldafæðingar. Farið er yfir nauðsynlegan farangur á fæðingarstað og hvað þurfi að eiga fyrir nýburann. Þá verður fjallað um sængurlegu, upphaf brjóstagjafar, fyrstu dagana heima, nýburann, fæðingarhormónin, grindarbotninn, spöngina og spangarstuðning svo eitthvað sé nefnt.
Ég og starfsmenn mínir sækjum okkur reglulega endurmenntun og pössum að allar upplýsingar séu skv. nýjustu rannsóknum.
Hulda Viktors og Klara Jenný ljósmæður sem starfar við fæðingar heldur á móti mér staðarnámskeiðin.
Verð fyrir staðarnámskeið er 19.990 kr og fá allir þáttakendur gjafir með sér heim.
Námskeiðin á netinu kosta 19.990 kr. og eru lengri en námskeiðin á staðnum og ítarlegri.
Allir þátttakendur fá námsefni og ítarefni.
Flest stéttarfélög endurgreiða námskeiðið.
