top of page

Algengar spurningar
Hvenær er best að koma í sónar?
Fyrir þrívíddarsónar er best að vera komin í kringum 28-34 vikur. Með tvíbura er æskilegt að vera fyrr á ferðinni
Hvað fáum við í sónar?
Þið fáið airdroppað öllum myndum og myndböndum ásamt því að fá útprentaðar myndir, þeir sem koma í 3D fá útprentaða mynd í lit en hægt er að kaupa slíkar myndir á 500 kr stykkið
Hvernig er best að undirbúa mig fyrir sónar?
Ef þú ert að koma í þrívíddarsónar getur verið gott að fá sér að borða eða sætan safa um 30 mínútum fyrir tímann.
Ef þú ert að koma snemma í sónar (undir 15 vikum) er gott að hafa þvag í þvagblöðrunni
Má ég hafa með mér börnin mín eða gesti?
Já, ég elska að taka á móti heilu stórfjölskyldunum. Herbergið rúmar marga (10 manns) og ég býð upp á hollt nammi í verðlaun fyrir krakka og er með dótakassa fyrir yngstu börnin
Þegar ég er að kaupa mér fæðingarfræðlsu gildir verðið fyrir 1?
Nei, fæðingarfræðslan er fyrir þig og stuðningsaðilann þinn
Eru bumbuhittingar fyrir konur og maka?
Bumbuhittingarnir eru hugsaðir bara fyrir þær sem ganga með barnið
Hvenær er of seint að koma í 13-14 vikna sónarinn?
Konur þurfa að vera á milli 13 vikur og 14+2 til að sá sónar sé áreiðanlegur
Hvað gerist ef við sjáum ekkert?
Ef að barnið er ekki í myndatökustuði þá fá foreldar annan tíma í endurkomu þeim að kostnaðarlausu
Hvað er innifalið á fæðingarfræðslu á staðnum?
Foreldar eru alltaf leystir út með gjöfum,allir fá bindi frá Natracare og við bjóðum upp á kaffi, gos, sódavatn, te og erum alltaf með smá nammi.
Er góð aðstaða í húsinu fyrir börn?
Já, það er frábær aðstaða fyrri börn, baðhergbergi með skiptiborði og góður sófi fyrir brjóstgjöf.
Hvernig bóka ég mér tíma?
Allir lausir tímar eru inni á Ljosa.is, ég bæti við tímum eins og við á en ég vinn á Landspítalanum og bæti við tímum þegar ég fæ vaktirnar mínar. Hægt er að semja um ða koma utan vinnutíma en þá leggst á aukalega 5000 kr gjald.
Alexa Young, CA
“Testimonials provide a sense of what it's like to work with you or use your products. Change the text and add your own."
Morgan James, NY
"A great testimonial can boost your brand’s image. Click to edit and add your own."
Lisa Driver, MI
“Have customers review you and share what they had to say. Click to edit and add their testimonial.”
bottom of page