Sónar
Við bjóðum upp á sónar á meðgöngu með splunkunýju sónartæki frá Mindray sem er með nýjustu þrívíddartækni sem völ er á. Það bíður einnig upp á 4D/5D tækni sem að er alltaf notuð í skoðunum. Tækið hefur svokallaða Smart face tækni sem að tryggir okkur sem skýrustu mynd af barninu þínu og fjarlægir óþarfa úr umhverfinu. Þú færð allar myndir og myndböndin beint í símann þinn að tímanum loknum og einnig nokkrar myndir útprentaðar. 3D sónar fylgir ein útprentuð mynd í lit að eigin vali.
Einnig er í boði að koma í tvívíddarsónar frá 10 vikum og kynjasónar en við getum greint kyn barnsins þíns við í kringum 16-17 vikur. Besti tíminn til að koma í þrívíddarsónar er á milli 28-32 vikum. Ef um fjölburameðgöngu er að ræða þarf að koma fyrr.
Konum er frjálst að koma hvenær sem er á meðgöngunni og sjá barnið sé þess óskað. Ef tími er afbókaður með stuttum fyrirvara gæti verið rukkað skrópgjald.
*Sónarskoðanir hjá okkur eru ekki til greiningar á fósturfrávikum en slíkar skoðanir eru aðeins gerðar á fósturgreiningardeild Landspítalans.