top of page
Writer's pictureHelga Reynisdóttir

Nokkrir fróðleiksmolar um hormón á meðgöngu og í fæðingu

Oxytocin

Oxytocin er betur þekkt sem ástarhormónið. Í fæðingu verður mikil losun á oxytocin, einnig þegar barnið fæðist og við brjóstagjöf. Það er mikilvægt að oxytocin fái að “flæða” óhindrað í fæðingunni. Til að stuðla að því er mikilvægt að mömmunni líði vel, hún sé örugg og finni fyrir ást og umhyggju. Oxytocin hjálpar svo til við tengslamyndun

Endorfín

Einnig kallað vellíðunarhormónið. Það slær á sársauka og er oft talað um það sem morfín líkamans. Það losnar um endorfín þegar við fáum verki og finnum sársauka. Endorfín er þannig náttúrulegt verkjalyf og það dregur líka úr hræðslu og kvíða. Hreyfing, hlátur og kynlíf eru leiðir til að losa um endorfín

Melatonin

Einnig kallað svefnhormónið. Það hefur samverkandi áhrif með oxytocin og stuðlar þannig að samdráttum í leginu. Því er mikilvægt að hafa rökkur í fæðingarherberginu. Skýrir hvers vegna svo margar konur fara af stað eða fæða á nóttunni

Prolactin

Betur þekkt sem “móður” hormónið. Prolactin örvar þroskun brjósta í konum og mjólkurframleiðslu. Ótrúlegt en satt þá hækkar styrkur prolactins hjá maka með foreldrahlutverkinu

Relaxín

Slökunar- og mýkingarhormónið. Relaxín myndast í legi á meðgöngu. Relaxín slakar á liðböndum mjaðmagrindarinnar til að hún gefi nægjanlega eftir í fæðingu. Relaxín hefur einnig mýkjandi áhrif á leghálsinn

Adrenalín

Adrenalín er þekkt sem“spennu” hormónið. Við streitu og kvíða losar líkaminn adrenalín. Mikið magn af adrenalíni getur stoppað fæðinguna þegar hún er að byrja. Aftur á móti losar líkaminn mikið magn af adrenalíni í lok fæðingar sem veldur því að móðirin fær auka kraft til að klára fæðinguna. Líkami okkar er svo fullkomin


Meira um þetta og fleira tengt fæðingu á fæðingarfræðslunámskeiði hjá okkur í Ljósu






373 views0 comments

Recent Posts

See All

Legbotnsmælingar, eru þær nákvæmar?

Hversu ná­kvæm­ar eru leg­botns­mæl­ing­ar? Eru þær ekki ein leið til að fylgj­ast með stærð fóst­urs­ins og bregðast við ef barnið er...

Hlustun fósturhjartsláttar

Góðan dag. Mig lang­ar að spyrja hvort það sé eðli­legt að það er ekki hlustað á hjarta­slátt í 10 vikna skoðun hjá ljós­móður? Sæl og...

Hvernig upplifi ég hina fullkomnu fæðingu?

Helga Reyn­is­dótt­ir ljós­móðir svar­ar spurn­ing­um les­enda mbl.is um allt sem teng­ist meðgöngu og fæðingu. Hér svar­ar hún...

Comentarios


bottom of page