Oxytocin
Oxytocin er betur þekkt sem ástarhormónið. Í fæðingu verður mikil losun á oxytocin, einnig þegar barnið fæðist og við brjóstagjöf. Það er mikilvægt að oxytocin fái að “flæða” óhindrað í fæðingunni. Til að stuðla að því er mikilvægt að mömmunni líði vel, hún sé örugg og finni fyrir ást og umhyggju. Oxytocin hjálpar svo til við tengslamyndun
Endorfín
Einnig kallað vellíðunarhormónið. Það slær á sársauka og er oft talað um það sem morfín líkamans. Það losnar um endorfín þegar við fáum verki og finnum sársauka. Endorfín er þannig náttúrulegt verkjalyf og það dregur líka úr hræðslu og kvíða. Hreyfing, hlátur og kynlíf eru leiðir til að losa um endorfín
Melatonin
Einnig kallað svefnhormónið. Það hefur samverkandi áhrif með oxytocin og stuðlar þannig að samdráttum í leginu. Því er mikilvægt að hafa rökkur í fæðingarherberginu. Skýrir hvers vegna svo margar konur fara af stað eða fæða á nóttunni
Prolactin
Betur þekkt sem “móður” hormónið. Prolactin örvar þroskun brjósta í konum og mjólkurframleiðslu. Ótrúlegt en satt þá hækkar styrkur prolactins hjá maka með foreldrahlutverkinu
Relaxín
Slökunar- og mýkingarhormónið. Relaxín myndast í legi á meðgöngu. Relaxín slakar á liðböndum mjaðmagrindarinnar til að hún gefi nægjanlega eftir í fæðingu. Relaxín hefur einnig mýkjandi áhrif á leghálsinn
Adrenalín
Adrenalín er þekkt sem“spennu” hormónið. Við streitu og kvíða losar líkaminn adrenalín. Mikið magn af adrenalíni getur stoppað fæðinguna þegar hún er að byrja. Aftur á móti losar líkaminn mikið magn af adrenalíni í lok fæðingar sem veldur því að móðirin fær auka kraft til að klára fæðinguna. Líkami okkar er svo fullkomin
Meira um þetta og fleira tengt fæðingu á fæðingarfræðslunámskeiði hjá okkur í Ljósu
Comentarios