top of page

Legbotnsmælingar, eru þær nákvæmar?

Hversu ná­kvæm­ar eru leg­botns­mæl­ing­ar? Eru þær ekki ein leið til að fylgj­ast með stærð fóst­urs­ins og bregðast við ef barnið er ekki að stækka eðli­lega? Einnig ef ljós­móðir er óviss með hæð leg­botns ætti hún þá ekki að senda móður í eft­ir­lit á Lands­spít­ala?

Sæl og takk fyr­ir fyr­ir­spurn­ina

Mæl­ing á leg­botni er aðferð sem ljós­mæður í mæðravernd nota til að meta vöxt fóst­urs. Stuðst hef­ur verið við staðlað leg­vaxt­ar­rit hjá ís­lensk­um kon­um frá ár­inu 1988. Mark­miðið er að fylgj­ast með vexti fóst­urs­ins og þannig greina þau fóst­ur sem ekki vaxa eðli­lega. Mæl­ing á leg­botni er fram­kvæmd í mæðravernd af ljós­móður frá viku 25. Mælt er með mál­bandi frá efri brún líf­beins að þreif­an­leg­um leg­botni. Þegar líður á meðgöng­una stækk­ar legið og þar með hækk­ar leg­botn­inn í takt við meðgöngu­lengd­ina. Þannig ætti leg­botn við 30 vik­ur að vera 30 sentí­metr­ar en þó eru eðli­leg frá­vik tveir sentí­metr­ar til og frá.

Ýmsir þætt­ir geta haft áhrif á mæl­ing­una eins og fjöldi fyrri þung­ana, full þvag­blaða, fjöldi fóstra og lega barns­ins. Einnig get­ur það haft áhrif ef ekki sama ljós­móðir mæl­ir leg­botn­inn því að mis­mun­andi hand­bragð get­ur haft áhrif. Ein stök mæl­ing seg­ir þannig ekki til um vöxt held­ur hvernig staðan er á þeim tíma­punkti. Því er mik­il­vægt að safna mæl­ing­um til að meta hvort vöxt­ur fóst­urs­ins sam­svari sér á milli vikna og haldi sömu línu. Ef lín­an beyg­ir út af kúrf­unni, þ.e. ef grun­ur vakn­ar um vaxt­ar­s­eink­un þá er mælt með són­ar­skoðun á fóst­ur­grein­ing­ar­deild Land­spít­al­ans. Vona að þetta svari þinni fyr­ir­spurn.

Kv. Hildur Sólveig

207 views0 comments

Recent Posts

See All

Hlustun fósturhjartsláttar

Góðan dag. Mig lang­ar að spyrja hvort það sé eðli­legt að það er ekki hlustað á hjarta­slátt í 10 vikna skoðun hjá ljós­móður? Sæl og takk fyr­ir fyr­ir­spurn­ina. Það er al­veg eðli­legt að ekki sé

Hvernig upplifi ég hina fullkomnu fæðingu?

Helga Reyn­is­dótt­ir ljós­móðir svar­ar spurn­ing­um les­enda mbl.is um allt sem teng­ist meðgöngu og fæðingu. Hér svar­ar hún spurn­ingu konu sem á von á sínu fyrsta barni og vill upp­lifa full­komn

Comentários


bottom of page