top of page
Writer's pictureHildur Sólveig Ragnarsdóttir

Hvernig upplifi ég hina fullkomnu fæðingu?

Helga Reyn­is­dótt­ir ljós­móðir svar­ar spurn­ing­um les­enda mbl.is um allt sem teng­ist meðgöngu og fæðingu. Hér svar­ar hún spurn­ingu konu sem á von á sínu fyrsta barni og vill upp­lifa full­komna fæðingu.

Mig lang­ar mikið að upp­lifa hina full­komnu fæðingu. Ég er búin að vera á meðgöngu-jóga-nám­skeiði þar sem það virðist vera hægt að anda sig í gegn­um fæðing­una. Er það raun­hæf­ur mögu­leiki að fara al­veg alls­laus í gegn­um fæðingu? Án verkjalyfja, glaðlofts og mænu­deyf­ing­ar? Ég á von á mínu fyrsta barni og er mjög spennt fyr­ir fæðing­unni.

Sæl og takk fyr­ir fyr­ir­spurn­ina. Það er gott að heyra að þú sért að sækja nám­skeið og hugsa um heils­una og und­ir­búa þig fyr­ir fæðing­una.

Hvað varðar spurn­ing­una þína er svarið já, það er vel hægt að fæða barn án verkjalyfja og hafa kon­ur gert það frá ör­ófi alda og í dag á mörg­um stöðum í heim­in­um bjóðast kon­um ekki verkjalyf í fæðingu. Þegar sótt­in hefst þá seyt­ir lík­am­inn horm­ón­um og eru þar helst í hlut­verki þrjú horm­ón, oxýtoc­in, endorfín og noradrenalín eða adrenalín.

Sé fæðing­in án alla inn­gripa þá hjálpa þessi horm­ón við fæðing­ar­verk­ina, þar má helst nefna horm­ónið endorfín sem hef­ur oft verið kallað okk­ar nátt­úru­lega morfín. Seyt­ing þess­ara horm­óna eykst jafnt og þétt í fæðing­unni og nær há­marki við lok henn­ar. Við ljós­mæður upp­lif­um að kon­ur fari „inn á við“ þegar þær nota ekki önn­ur verkjalyf og er það vegna sam­spils þess­ara horm­óna á fæðing­ar­ferlið.

Einnig eru í boði aðrir val­kost­ir en verkjalyf eins og nála­stung­ur, vatns­ból­ur, að nota TNS-tæki og tónlist. Þá er í boði glaðloft og bað sem reyn­ist mörg­um kon­um mjög vel. Endi­lega skoðaðu það ef það er eitt­hvað að sem þú get­ur hugsað þér.

Það sem þú get­ur gert til þess að und­ir­búa þig sem best er að sækja t.d. fæðing­ar­fræðslu­nám­skeið með maka þínum. Það er líka mjög gott fyr­ir þig og maka þinn að fara sam­an yfir það hvernig þið viljið hafa hlut­ina, hvað þið viljið og hvað ekki. Það er samt nauðsyn­legt að hafa það í huga að stund­um fara hlut­irn­ir öðru­vísi en maður ætl­ar sér. Maður verður að vera sveigj­an­leg­ur, þol­in­móður og já­kvæður þegar kem­ur að fæðingu. Um að gera að vera opin og ekki búin að ákveða of mikið. Og þó svo að maður sé búin að ákveða eitt­hvað þá má líka alltaf breyta til og gera eitt­hvað allt annað.

Gangi þér sem allra best, von­andi færðu þína drauma­fæðingu.


92 views0 comments

Recent Posts

See All

Legbotnsmælingar, eru þær nákvæmar?

Hversu ná­kvæm­ar eru leg­botns­mæl­ing­ar? Eru þær ekki ein leið til að fylgj­ast með stærð fóst­urs­ins og bregðast við ef barnið er...

Hlustun fósturhjartsláttar

Góðan dag. Mig lang­ar að spyrja hvort það sé eðli­legt að það er ekki hlustað á hjarta­slátt í 10 vikna skoðun hjá ljós­móður? Sæl og...

Comentarios


bottom of page