top of page
Writer's pictureHildur Sólveig Ragnarsdóttir

Hlustun fósturhjartsláttar

Góðan dag. Mig lang­ar að spyrja hvort það sé eðli­legt að það er ekki hlustað á hjarta­slátt í 10 vikna skoðun hjá ljós­móður?

Sæl og takk fyr­ir fyr­ir­spurn­ina.

Það er al­veg eðli­legt að ekki sé hlustað eft­ir fóst­ur­hjart­slætti í 10 vikna skoðun hjá ljós­móður. Ekki er mælt með að hlusta á fóst­ur­hjart­slátt á fyrsta þriðjungi meðgöng­unn­ar. Ástæða þess er sú, að það tæki sem er notað og heit­ir dot­pón, gef­ur frá sér bylgj­ur sem kall­ast doppler-bylgj­ur. Ef hlustað er oft og lengi með doptón get­ur það aukið lík­ur á mögu­leg­um skaða fyr­ir fóstrið. Bylgj­urn­ar geta valdið skaða á vefj­um og þá sér­stak­lega augn- og bein­vefj­um. Á síðustu árum hef­ur notk­un á þess­um tækj­um auk­ist bæði af fag­fólki og einnig meðal for­eldra. Það er því nauðsyn­legt að hafa það í huga þegar for­eldr­ar eru að festa kaup á þess­um tækj­um og nota án lækn­is­fræðilegr­ar ástæðu að tæk­in geta valdið skaða. Einnig get­ur það verið snúið að finna hjart­slátt­inn og get­ur það valdið verðandi for­eldr­um óþarfa áhyggj­um.

Gangi þér vel.

Hild­ur Sól­veig Ragn­ars­dótt­ir

117 views0 comments

Recent Posts

See All

Commenti


bottom of page