top of page
Writer's pictureHildur Sólveig Ragnarsdóttir

Covid bólusetning

Sæl Helga.

Ég er að velta fyr­ir mér varðandi bólu­efnið gegn Covid-19, hef beðið spennt eft­ir að fá það en finnst svo mis­vís­andi upp­lýs­ing­arn­ar um hvort ófrísk­ar kon­ur megi þiggja það.

Ég er geng­in stutt, um 12 vik­ur. Veistu hvort ég má fá bólu­efnið?“

„Sæl og takk fyr­ir fyr­ir­spurn­ina.

Þar sem um er að ræða nýtt bólu­efni er lítið um reynslu um notk­un þess á meðgöngu en þungaðar kon­ur voru ekki með í klín­ísk­um próf­un­um á bólu­efn­inu. Þó benda dýr­a­rann­sókn­ir ekki til áhrifa á fóst­ur, fæðingu eða þroska eft­ir fæðingu.

Þetta snýst allt um að meta ávinn­ing og áhættu. Því er best að ráðfæra sig við þinn lækni þar sem tekið er mið af meðgöngu­lengd og ávinn­ingn­um fyr­ir þig að þiggja eða þiggja ekki bólu­setn­ingu. Það sama á við um kon­ur með barn á brjósti.

Ég skil að þér finn­ist vera mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar um efnið en heil­brigðisþjón­usta enska rík­is­ins (NHS) mæl­ir með að kon­ur sem ætla sér að verða þungaðar inn­an þriggja mánaða, eru þungaðar eða með barn á brjósti bíði með að þiggja bólu­setn­ingu. Að sama skapi mæl­ir AOCG (The American Col­l­e­ge of Obstetricians and Gynecolog­ists) með að halda ekki bólu­setn­ing­um frá kon­um sem eru þungaðar og í áhættu­hópi eins og fram­lín­u­starfs­mönn­um.

Sam­kvæmt könn­un Maskínu ætla um 92% þjóðar­inn­ar að þiggja bólu­efni og verði af því ætti að nást hér gott hjarðónæmi þegar bólu­efnið hef­ur allt borist hingað. Þangað til þarf að halda áfram að gæta ýtr­ustu varúðar og huga vel að sótt­vörn­um.

Gangi þér vel.“

23 views0 comments

Recent Posts

See All

Legbotnsmælingar, eru þær nákvæmar?

Hversu ná­kvæm­ar eru leg­botns­mæl­ing­ar? Eru þær ekki ein leið til að fylgj­ast með stærð fóst­urs­ins og bregðast við ef barnið er...

Hlustun fósturhjartsláttar

Góðan dag. Mig lang­ar að spyrja hvort það sé eðli­legt að það er ekki hlustað á hjarta­slátt í 10 vikna skoðun hjá ljós­móður? Sæl og...

Kommentare


bottom of page