top of page

Bólgnir brjóstkirtlar

Fyrirspurn af mbl.is

Sæl.

Er með barn á brjósti. Það geng­ur mjög vel. Er stund­um að lenda í því að brjóstakirtl­arn­ir í handakrik­an­um bólgna upp. Hver er besta leiðin til að laga þess­ar bólg­ur? Hef nuddað, farið í sturtu og losað um með því að leggja barnið á brjóst.

Kveðja

þriggja barna mamma.

Sæl þriggja barna mamma og takk fyr­ir fyr­ir­spurn­ina.

Mér sýn­ist á spurn­ing­unni þinni að þú sért í raun að gera allt rétt. Mjólk­ur­kitrl­arn­ir sem eru í handakrik­an­um eru eins og þeir sem eru í brjóst­inu. Það þarf að losa úr þeim eins og úr öðrum mjólk­ur­kirtl­um. Ef mjólk­urlirtl­ar verða aum­ir og bólgn­ir geta þeir verið að stífl­ast. Þú ger­ir rétt með því að nudda og leggja barnið á brjóst. Passaðu bara að nudda var­lega, nudda í átt að geir­vört­unni og ekki of fast. Einnig gæti hjálpað að huga að stell­ingu barns­ins þegar það er á brjósti. Barnið nær að losa best á þeim stað þar sem neðri kjálk­inn snýr. Þá mynd­ir þú gefa barn­inu í „fót­bolta­stell­ing­unni“ en þá snýr neðri kjálki barns­ins að handakrik­an­um. Þannig ætti að verða meiri los­un þar. Einnig myndi ég huga að því að vera ekki í brjósta­hald­ara sem þreng­ir að handakrik­an­um. Það get­ur einnig hjálpað að taka bólgu­eyðandi lyf þegar þú ert aum. Ef eymsl­in hverfa ekki og verða aum­ari og þú færð einnig hita eru lík­ur á að um sýk­ingu sé að ræða. Yf­ir­leitt get­ur maður komið í veg fyr­ir þetta með þeim aðferðum sem eru tald­ar upp hér að ofan. En ef það lag­ast ekki þá er nauðsyn­legt að leita til Heilsu­gæsl­unn­ar. Ef þetta hjálp­ar ekki myndi ég ráðleggja þér að tala við brjóstaráðgjafa. Ljós­móðir eða hjúkr­un­ar­fræðing­ur í ung­barna­vernd ætti að geta komið þér í sam­band við hann.

Gangi þér vel.

Hild­ur Sól­veig Ragn­ars­dótt­ir.

17 views0 comments

Recent Posts

See All

Legbotnsmælingar, eru þær nákvæmar?

Hversu ná­kvæm­ar eru leg­botns­mæl­ing­ar? Eru þær ekki ein leið til að fylgj­ast með stærð fóst­urs­ins og bregðast við ef barnið er ekki að stækka eðli­lega? Einnig ef ljós­móðir er óviss með hæð l

Hlustun fósturhjartsláttar

Góðan dag. Mig lang­ar að spyrja hvort það sé eðli­legt að það er ekki hlustað á hjarta­slátt í 10 vikna skoðun hjá ljós­móður? Sæl og takk fyr­ir fyr­ir­spurn­ina. Það er al­veg eðli­legt að ekki sé

Comentários


bottom of page