Fæðingarfræðsla
Markmið námskeiðsins er að undirbúa foreldra undir fæðinguna með því að efla sjálfstraustog bjargráð. Farið verður yfir undirbúning fyrir fæðingu, val á fæðingarstað, hvað er gott aðsetja í „töskuna“ og hvernig veit maður hvenær fæðing er byrjuð. Farið verður yfirfæðinguna sjálfa og hvaða bjargráð eru í boði með og án lyfja. Hvað getur þú og þinn stuðningsaðili tileinkað ykkur sem hjálpar ykkur í gegnum fæðinguna. Einnig fjöllum við umfyrstu dagana eftir fæðinguna, brjóstagjöfina og fleira. Eftir námskeiðið viljum við aðverðandi foreldrar séu vel undirbúnir undir fæðinguna, hafi einhverja hugmynd um hvað er ívændum, hafi lært og tileinkað sér bjargráð í fæðingunni og séu undirbúnir undir fyrstudagana heima. Ef upp vakna spurningar að námskeiði loknu bjóðum við foreldrum að sendaokkur fyrirspurnir. Verðið fyrir parið er 15.990 kr, við bendum á að flest stéttarfélög endurgreiða gjaldið.