top of page
Foreldramorgnar
Við munum bjóða reglulega upp á foreldramorgna fyrir bæði mömmur og pabba til að efla félagsleg tengsl í fæðingarorlofinu. Á staðnum verða ljósmæður sem verða með létta fræðslu í byrjun hvers hittings og gefst ykkur tækifæri til að ræða við fagfólk og speglað ykkur með nýjum félögum sem eru á svipuðum stað í lífinu. Foreldramorgnarnir verða haldnir í fallegum björtum sal okkar í Lífsgæðasetrinu. Foreldrar koma með smotterí á veisluborðið og njóta félagsskapar hvors annars meðan börnin leika sér. Þáttaka á foreldramorgnum kostar 3990 kr á foreldri og barn. Áhöld og drykkir á staðnum.
bottom of page