top of page

Nálastungur

 Á Vesturlöndum hafa nálastungur átt auknu fylgi að fagna frá því á 8.áratugnum og byggir vestræn nálgun á þekkingu og reynslu frá Kína. Nálastungur tilheyra flokki óhefðbundinna lækninga. Nálastungur hafa verið töluvert notaðar á meðgöngu og hefur verið sýnt fram á áhrif þeirra við ýmsum verkjum og meðgögnukvillum. Auk verkjastillingar geta  nálastungur einnig haft slökunaráhrif. Nálstungur hafa verið notaðar á meðgöngu og einnig í fæðingu með góðum árangri.

Við hjá Ljósu bjóðum upp á nálastungur við ógleði og grindarverkjum. Einnig bjóðum við upp á nálarstungur við carpal tunnel syndrome og bjúg. Einnig bjóðum við upp á undirbúningsnálar fyrir fæðingu en rannsóknir sýna að það geti stytt 1. stig fæðingarinnar eða útvíkkunartímabilið og dregið úr kvíða fyrir fæðingunni. Undirbúningsnálar eru lagðar frá 36. viku og vikulega fram að fæðingu.

Notaðar eru einnota, sótthreinsaðar nálar sem eru mjög fínar og frá 10-70 mm langar. Nálarnar örvaðar eftir að þeim hefur verið stungið í gegnum húð. Fjöldi nála í hverri meðferð er breytilegur og er meðferðartíminn um 30 mínútur.

Áhrif nálastungna til verkjaminnkunar eru m.a. talin stafa af áhrifum þeirra á verkjaboð í mænu. Einnig örva þær losun á taugaboðefnum eins og  endorfín og enkefalín sem hvort tveggja eru náttúruleg ópíum efni og leiðir aukið seyti þeirra til minni verkjaupplifunar.

Aukaverkanir eru sárafáar og vægar, áhætta er lítil ef öryggisráðstöfunum er fylgt og góð þekking á líffærafræði er fyrir hendi hjá meðferðaraðila. Algengustu aukaverkanir eru roði, verkur, mar og blæðing á stungustað. Hætta á sýkingu er hverfandi þar sem notaðar eru einnota sótthreinsaðar nálar.

A7E6C9DB-529A-4E03-8277-A8AB849A8D3F_1_201_a_edited.jpg
bottom of page