top of page

​Úrvinnsluviðtöl eða undirbúningur fæðingar

Við höfum á milli okkar yfir áratuga reynslu af fæðingum og langar okkur að bjóða konum upp á viðtöl til að vinna úr fyrri fæðingareynslu. Það getur verið íþyngjandi fyrir konur að burðast með reynsluna sína einar og það að ræða við fagfólk getur verið valdeflandi og hjálpað konum að komast á þann stað að verða sáttar við sína fyrri reynslu. Einnig  veitum við  konum sem ekki hafa fætt áður og kvíða fæðingunni mikið að koma til okkar í einstaklingsviðtölViðtölin eru í formi samtals við reynda ljósmóður, konur (og makar ef þeir kjósa) ræða um það sem hvílir á þeim eftir fæðinguna og unnið í að vinna úr erfiðum tilfinningum. Viðtalið er ein og hálf klukkustund. 

A7E6C9DB-529A-4E03-8277-A8AB849A8D3F_1_201_a_edited.jpg
bottom of page